top of page

Bærinn okkar

Mörtunga 2

sveitabær á Síðunni

 

Sveitabærinn

Iceland Bike Farm eða Mörtunga II er hefðbundinn bóndabær, ásamt því að þar er hægt að fjallahjóla. Við erum með um 200 kindur, nokkra hesta, hænur, hundinn Trygg og köttinn Mjá. 

Gistingin:

Við erum með tvö smáhýsi sem hvort um sig rúmar fjóra í uppábúinni gistingu. Gistingin hentar vel fyrir allt að 8 manna vinahóp eða fjölskyldu. Njóttu þess að vakna endurnærð/ur eftir hjólaferð daginn á undan, með útsýni yfir Geirlandsá og anda að þér fersku sveitaloftinu. Hægt er að fá einfaldan morgunverð.
.

Aðstaðan / Fjósið:

Aðstöðuhúsið er alltaf kallað Fjósið, en þar var fjós í gamla daga, sem svo var breytt í fjárhús af foreldrum Rannveigar, og er nú aðstöðuhús fyrir gesti og hjól. Fjósið er samkomustaður þar sem við tökum vel á móti þér fyrir ferð, græjum hjólin og allan búnað, þar er gesta eldhús og morgunverður fyrir þá sem gista. Við erum með nóg af jógadýnum svo þér er velkomið að teygja á eða gera jógaæfingarnar þínar þegar þér hentar. Það er líka alltaf heitt á könnunni og hægt að slappa af í sófunum með drykk, spila spil eða lesa bók. Í viðbyggingunni eru svo salerni, sturtur og gufa og kaldur pottur fyrir utan til að kæla sig á milli gufuferða. Við erum með flest allt sem þarf til þess að gera góða kvöldmáltíð, útigrill bæði gas og kolagrill og allur borðbúnaður á staðnum, eina sem þú þarft að koma með er gott í matinn.

bottom of page