top of page

Fyrstu kynni

136380240_1795898420577162_3700258298740

Rannveig

Eigandi - Bóndi - Leiðsögumaður

Rannveig er fædd og uppalin í Mörtungu.  Hún er fimmti ættliður fjölskyldunnar sem býr hér og stundar sauðfjárbúskap á jörðinni. Hún er mikil náttúruvera og finnst ekkert betra en að vera úti í einhverju brasi, hlaupa, hjóla, smala og gera við girðingar svo eitthvað sé nefnt.

123695299_690125448575887_76672097778960

Mummi

Eigandi - Leiðsögumaður - Bóndi

Þegar Mummi kynntist Rannveigu, féll hann ekki bara fyrir henni heldur líka sveitinni. Mummi elskar að hjóla og sýna og segja frá okkar fallegu náttúru. Lærður leiðsögu- og sjúkraflutninga- maður hér á ferð og þú gætir ekki verið í öruggari höndum.

126125523_477720096524107_23415256264500

Sissú

Leiðsögumaður

Sissú er kær fjölskylduvinur og hæfileikaríkur leiðsögumaður.

Hann er mjög róleg týpa svona almennt en skiptir alveg um gír þegar hann byrjar að hjóla! Hann á met í að sprengja dekk í ferðum en líka snillingur í að gera við þau.

Þegar þú heimsækir Bike Farm er mjög líklegt að þú hittir aðra fjölskyldumeðlimi, enda er oft margt um manninn hjá okkur á sumrin. Krakkarnir okkar, þau Heiða og Steinn eru sjaldnast langt í burtu, hlaupandi um eða hjólandi og þau eiga örugglega eftir að kynna ykkur fyrir hundinum okkar, Trygg. Foreldrar okkar eru mjög dugleg að hjálpa við hitt og þetta. Björg, mamma hans Mumma er rosalegur fjallahjólari, margfaldur ultra hlaupari og jógakennari. Ef hún er ekki að leiðsegja ferðirnar okkar, fer hún samt örugglega með til að leika sér. . Markús, pabbi hans Mumma er þekktur fyrir að halda uppi stuðinu með gítarspili og söng, og stundum spilar Mummi með á trommunum. Gurrý, mamma hennar Rannveigar sér um að baka dásamlegu hjónabandssæluna ásamt öðrum kræsingum sem við bjóðum upp á og Óli pabbi Rannveigar er oft á ferðinni á bláa pikkupnum sínum að gá hvort allt gangi vel. Svo eru Ossi frændi Rannveigar og Árni mágur hennar okkar helstu skutlarar og Tóta, systir Rannveigar og Áddi Gauti, bróðir Mumma oft til aðstoðar í ferðunum okkar.

bottom of page