top of page

NEMINN

FJALLAHJÓLANÁMSKEIÐ

FJALLAHJÓLANÁMSKEIÐ SUMAR 2021

Finnst þér gaman að hjóla úti í náttúrunni og uppi á fjöllum og langar að verða öruggari á hjólinu? Námskeiðið er tilvalið fyrir þá sem hafa einhverja reynslu af því að fjallahjóla en vilja ná betri tökum á tækninni, að kunna að redda sér í viðgerðum, verða betri í að hjóla á einstígum og fara niður brattar brekkur.

 

Þátttakendur mæta á Bike Farm (Mörtungu 2) á föstudagskvöldi og þá verður farið yfir stillingar á hjóli, grunn-viðgerðir eins og að skipta um slöngu og keðju. Boðið verður upp á létta hressingu og hópurinn kynnist. Hægt er að velja um að gista í uppábúnum rúmum í smáhýsum eða prívat (1-2ja manna) tjöldum með uppábúnum dýnum, sæng og kodda.

Eftir staðgóðan morgunverð á laugardagsmorgni verður farið í tækniæfingar á fjallahjóli. Tekið verður hádegishlé og svo haldið áfram fram eftir degi. Seinnipart dags gefst tími til að teygja vel á öllum vöðvum, fara í heita gufu, hressandi kaldan pott og verðskuldað happy hour á barnum. Um kvöldið verður svo grillveisla að hætti bóndans og kvöldvaka. 

Sunnudagurinn verður svo tekinn með trompi þar sem farið verður í fjallahjólaferð og nýtist þá tæknin sem allir lærðu daginn áður. Lagt er af stað strax eftir morgunverð en þá fáum við skutl upp til fjalla þar sem ferðin hefst. Endum svo heima á bæ um kl 16.00 í kveðjustund.

Athugið: þetta er ekki námskeið fyrir algjöra byrjendur á fjallahjóli og skilyrði er að þátttakendur séu í góðu líkamlegu formi og treysti sér í að hjóla 15-20 km dagleið í fjalllendi.

Hvað er innifalið?

  • Námskeið föstudagskvöld og laugardag

  • óvissuferð á fjallahjóli á sunnudag

  • gisting í tvær nætur í uppábúnu smáhýsi eða tjaldi

  • morgunverður x2

  • hádegisverður x2

  • grillveisla og kvöldvaka á laugardagskvöld

  • aðgangur að sauna og köldum potti á Iceland Bike Farm

Ekki innifalið:

  • Fjallahjól og hjólahjálmur, en hægt er að fá fulldempað fjallahjól og hjálm leigt hjá okkur alla helgina

  • ​áfengir drykkir

Verð 45.000 kr

Dagsetningar í boði:

16. - 18. júní 2021

Hafðu samband fyrir meiri upplýsingar eða til að skrá þig á námskeiðið. Sendu okkur póst á info@icelandbikefarm.is eða hringdu í síma 692-6131

bottom of page