top of page

Upphafsstaður: Iceland Bike Farm, Mörtungu 2, 880 Kirkjubæjarklaustri

 

Brottför: Kl. 14:00 alla daga frá apríl og út október

Tímalengd: 4 klukkustundir

Vegalengd hjólað: 15 km (mestu leyti niðurímót)

Slóðin: Malarvegur í mosagrónu hrauni 

 

Getustig: Auðvelt / Fjölskylduvænt

Hópastærð: Lágmark 4 manns í ferð

Verð: Verð miðast við að einstaklingur komi með sitt eigið hjól en einnig er hægt að leigja hjól hjá okkur fyrir ferðina

  • 15.000 kr á fullorðinn  

  • 10.000 kr á barn 14 ára og yngri

Hjólaleiga: Hægt er að leigja hjól hjá okkur. Við erum með 24" Specialized krakkahjól, fulldempuð Specialized Stumpjumper og rafmagnshjól

  • 5.000 kr 24" krakkahjól

  • 8.000 kr fulldempað Stumpjumper

  • 15.000 kr rafmagnshjól

Hvað er innifalið:

  • Leiðsögumaður kunnugur staðháttum 

  • Hellabúnaður

  • Hressing í ferð

  • Jeppaskutl frá og að upphafsstað (Bike farm)

Hvað er gott að hafa með í ferðina?

Gott er að hafa meðferðis lítinn bakpoka með hlýjum og regnheldum fötum, buff eða húfu og vettlinga og aukasokka. Ágætt er að hafa smá snarl og eitthvað að drekka, en hægt er að fylla vatn á brúsa á leiðinni. Ekki gleyma sólarvörninni, sólgleraugum, myndavélinni (eða síma) og góða skapinu!

Lýsing:

Við byrjum á því að hoppa í bílinn og keyra upp eystri álmu Skaftáreldahrauns. Á meðan getið þið notið útsýnisins sem er ekki af verri endanum, með Vatnajökul í austri og mosavaxið hraunið í allar áttir. Við stoppum á leiðinni til að teygja úr okkur og virðum fyrir okkur undrin sem hafa átt sér stað í Lakagosinu 1783-84 þegar Skaftáreldahraunið rann og myndaði þetta stærsta hellakerfi í Evrópu.

 

Þegar komið er hærra upp í hraunið græjum við okkur fyrir hellaskoðun, setjum á okkur hjálma og höfuðljós og hlý föt. Í hellinum njótum við þeirrar einstöku fegurðar sem hann hefur upp á að bjóða, ótrúlegir litir og hellamyndanir og fræðumst um það hvernig hellar eins og þessir verða til. Eftir hellaskoðunina fáum við okkur smá hressingu áður en haldið er af stað í 15 km langa hjólaferð. Hjólað er niður eftir sama slóða og keyrt var upp eftir, því er hjólaleiðin að mestu niður í mót í gegnum risavaxið hraunið með þykkri mosabreiðu sem líkist því að hjóla gegnum skýjabólstra. Hjólaleiðin er tiltöllega auðveld og hentar því vel fyrir byrjendur og/eða fjölskyldur með börn eða aðra óvana. Bíllinn fylgir á eftir svo að hægt er að hoppa í bílinn ef einhver þarf pásu.

​ÚTILEGUMAÐURINN

BIKE & CAVE

bottom of page