top of page

Upphafsstaður: Iceland Bike Farm, Mörtungu 2, 880 Kirkjubæjarklaustri

 

Brottför: Opið milli kl 9 og 19 á hverjum degi, gott er að hringja eða senda tölvupóst á undan sér, sérstaklega ef leigt er hjól hjá okkur

Tímalengd: Allt að 4 tímar

Slóðin: Single track á leiðinni niður og double track á leiðinni upp

 

Getustig: Miðlungs / Krefjandi. Hentar fólki í góðu líkamlegu formi og með reynslu af fjallahjólum.

Hvað er innifalið​?

  • Aðgangur að hjólaslóðum á Iceland Bike farm

  • Aðgangur að sturtum og gufu eftir ferð

Verð: 6.000 kr á fullorðna  / 4.000 kr á börn 14 ára og yngri

Hjólaleiga: Hægt er að leigja hjól hjá okkur, 24" krakkahjól, fulldempuð Specialized Stumpjumper hjól eða rafmagnshjól

  • 24" Specialized krakkahjól: 5.000 kr

  • Fulldempað Stumpjumper: 8.000 kr

  • Rafmagnshjól: 15.000 kr

Hvað er gott að hafa með sér?

Gott er að hafa smá snarl og eitthvað að drekka á leiðinni. Hægt er að fylla á vatnsbrúsa úr lækjum á leiðinni. Hafðu hlý og regnheld föt með í bakpoka, buff og vettlinga og vertu í góðum skóm og hlýjum sokkum.

Lýsing:

Þessi ferð hentar vel þeim sem vilja hjóla á eigin vegum en enginn leiðsögumaður er með í þessari ferð. Leiðin er ekki endilega fyrir byrjendur, og við mælum með að fólk sé í góðu líkamlegu formi og hafi einhverja reynslu af því að fjallahjóla. Slóðarnir byrja og enda hjá okkur á Bike Farm og því er nauðsynlegt að hitta okkur áður en lagt er af stað til að fá nánari leiðarlýsingu. Við biðjum ykkur að halda ykkur á slóðunum svo að ekki fari að myndast misvísandi slóðar og óþarfa skemmdir á náttúrunni. Hægt er að skola af sér í sturtunum okkar og fara í gufu eftir ferð.

Þessi ferð hentar líka vel ef planið er að hjóla í tvo daga sem fyrri eða seinni dagur með Fagrafoss singletrack og gistingu

ÆVINTÝRAMAÐURINN

AÐGANGUR AÐ HJÓLASLÓÐUM

bottom of page